Lækjarbotnar

Skemmtiferð - 30. apríl 2014

Um daginn skellti Nína sér í skemmtiferð með Sillu, Lísu og Önnu vestur að skoða handverk og geitur. Þær byrjuðu í álafossbúðinni í Mosfellsbæ, síðan fóru þær til Rítu og Páls sem búa í Grenigerði rétt fyrir utan Borgarnes, þau vinna mikið handverk úr hrosshárum og beinum ásamt því sem Ríta er að spinna úr kanínufiðu. Háafell var heimsótt og hittu þær Jóhönnu sem sýndi geiturnar sínar og aðstöðu, síðan var farið að Reykholti og sá sögufræði staður skoðaður. Ferðinni  lauk hjá Guðrúnu í Hespu, þar sem hægt er að kaupa úrval af jurtulituðu bandi, alltaf gaman að koma þangað því hún er svo fróð um jurtalitun. Eftir vel heppnaða skemmiferð fengu þær sér að borða á í landnámssetrinu í Borgarnesi, frábær staður og óhætt að mæla með honum.

bordad1

 

Folöldin - 21. apríl 2014

Hestfolöldin fjögur hafa nú verið gerð bandvön og þeim sleppt út á mýri, í dag var því tekið næsta holl inn en það eru fjögur merfolöld, eitt hestfolald og ein tveggja vetra hryssa. Stendur til að bandvenja þennann hóp fyrir sauðburð sem hefst uppúr mánaðamótum. Það fer svo að styttast í fyrsta folald sumarsins en Sigurrós mun væntanlega vera fyrst í ár líkt og í fyrra.

 

 

Tamningar - 5.apríl 2014

Hrossin okkar sem eru í tamningu hjá Jóa og Theó í Reykjavík hafa gengið vel og fóru Gulli og Nína í bæinn til að taka þau út. Önnur hryssan sem er hjá þeim núna er hún Salka frá Lækjarbotnum en hún er undan Vímu frá Lækjarbotnum og Þyt frá Neðra-Seli. Salka var gerð reiðfær í fyrra og svo tekin á hús í febrúar. Hún verður vonandi sýnd í sumar ásamt fleiri hrossum frá okkur ef ekkert kemur uppá. Myndirnar eru af Sölku og Púka frá Lækjarbotnum.

pukilitilmynd        salkalitilmynd                                                     

 

 

 

 

 

 

 

 

Rúningur - 28. mars 2014

Rúningi er lokið, Siggi sá um að taka snoðið í tveimur húsum og svo komu bræður hans Markús og Valli og aðstoðuðu við síðasta húsið. Gekk mjög vel og kindurnar í ágætis holdum, við erum svo heppin að veðurspáin lítur vel út næstu daga svo það ætti að fara vel um kindurnar í húsunum.

Í dag tókum við svo nokkur folöld undan mæðrum sínum, 5 folöld frá Jóa og Theó, 4 folöld frá okkur. Það á aðeins að eiga við þau og undirbúa hestfolöldin fyrir geldingu.

 fololdtekinundanlitilmynd

 

 

 

 

 

 

Hesthúsið - 5. mars 2014

Hesthúsið hefur tekið töluverðum stakkaskiptum en í haust réðumst við í það að stækka það og endurnýja að hluta. Fengum við 4 einshesta stíur og voru innréttingarnar smíðaðar af hróar ehf, svo stendur til að fá 6 aðrar eins stíur í gamla hesthúsahlutanum næsta haust.

hesthuslitilmynd1    hesthuslitilmynd2                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            

 

 

                                                                                                                                                                                                                     

More Articles...

  1. Geiturnar - 1. mars 2014